Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12495
Þessi meistaraprófsritgerð fjallar um reynslu deildarstjóra í leikskólum af samskiptum við erlenda foreldra sem ekki tala íslensku. Greint er frá helstu fræðum sem liggja til grundvallar og nokkrar íslenskar og erlendar rannsóknir eru kynntar sem taka á málefnum kennara, erlendra barna og foreldra þeirra. Fjallað er um foreldrasamstarf almennt, foreldrasamstarf við erlenda foreldra, samskipti, mikilvægi upplýsinga og fjölmenningarlega kennslu. Einnig er komið inn á þátt sjálfstrausts og sjálfsþekkingar í starfi deildarstjóra. Ytri rammi skólastarfs er skoðaður sem og hlutverk deildarstjóra. Aðferðafræði rannsóknarinnar er megindleg og var gagna aflað í ársbyrjun 2012. Spurningalistar voru sendir til deildarstjóra í 91 leikskóla um allt land. Markmið rannsóknarinnar var að fá sem raunsannasta mynd af reynslu deildarstjóranna af þessum þætti fjölmenningar í skólum og þeim björgum sem þeir nýttu sér í starfi.
Helstu niðurstöður eru að samskipti deildarstjóra við erlenda foreldra ganga að mestu leyti vel. Flestir höfðu nýtt sér túlkaþjónustu til stuðnings og voru almennt duglegir að nýta bjargir og leita lausna þegar þurfti. Stuðningur samstarfsfólks og stjórnenda virðist einnig góður. Fram kemur að lítill hluti deildarstjóranna upplifir samskiptin á neikvæðan hátt, og þar má finna fylgni við óöryggi og stuðningsleysi. Einnig kemur fram að sveitarfélögin og fulltrúar þeirra mættu sinna upplýsingagjöf betur, bæði til foreldra, og eins til deildarstjóra og skóla um það hvaða efni, bjargir og stuðningur er á boðstólnum á hverjum stað. Lokaniðurstaða rannsóknarinnar er því sú að almennt sé reynsla deildarstjóra af samskiptum við erlenda foreldra sem ekki tala íslensku jákvæð. Alltaf er þó hægt að ígrunda og bæta í skólastarfi og er foreldrasamstarf þar engin undantekning. Aukin meðvitund um þátt fjölmenningar í íslensku skólastarfi, bæði hjá skólafólki og ekki síður sveitarfélögunum, ætti því að stuðla að betra upplýsingaflæði og skilvirkara starfi með erlendum foreldrum.
In a rapid changing multicultural society, icelandic preschool teachers face new challenges. Increased immigration leads to increasing number of parents that do not speak the icelandic language. The core issue addressed in this dissertation is the experience that icelandic preschool teachers have communicating with those parents. Resent research regarding this topic is introduced as well as theories regarding multicultural issues. Topics addressed are parent-school collaboration, collaboration with immigrant parents, communication, the importance of information and multicultural education. Related are the topics of self identity and self confidence. The thesis is based on a quantitative research exercised in January 2012. A questionnaire was sent to 91 preschool in Iceland, searching for the most accurate picture of this aspect of teacher´s profession.
The main results are that icelandic preschool teachers experience communication with immigrant parents in a positive way. Most teachers have had the assistance of an interpreter and they were quite resourceful in finding ways to communicate. The support of co-workers and directors seems quite adequate as well. However a small percentage feels that this communication is not going well, and this seems to relate with insufficient support and personal insecurity. The findings also suggest that the local school authorities are not succeeding in giving enough information to immigrant parents regarding preschool education, nor to the teachers regarding the means of support and materials available to them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Reynsla deildarstjóra í leikskóla af samskiptum við erlenda foreldra sem ekki tala íslensku.pdf | 1.38 MB | Opinn | Skoða/Opna |