is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12496

Titill: 
 • „Þau velja stærðfræðina flest öll, það er undantekning ef þau gera það ekki.“ : rannsókn á vali fimm kennara i 2. bekk á kennsluaðferðum og hvernig komið er til móts við þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar í stærðfræðikennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða kennsluaðferðir eru ráðandi í stærðfræðikennslu hjá 5 kennurum í 2. bekk í grunnskóla og hvernig komið er til móts við þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar í stærðfræðikennslu. Undirmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvort kennarar leggi áherslu á notkun hjálpargagna og samræðu nemenda í kennslustundum í stærðfræði.
  Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn og var gagna aflað með viðtölum við fimm kennara sem kenna stærðfræði í 2. bekk grunnskóla, tvö við hvern, og farið var í tvær vettvangsheimsóknir til þessara sömu kennara. Gagnasöfnun var frá nóvember 2011 til janúar 2012. Við úrvinnslu gagna var unnið út frá túlkandi greiningu og fundin sameiginleg þemu sem varpa ljósi á rannsóknarefnið og greint er frá í niðurstöðum.
  Niðurstöður sýna að samsetning nemendahópsins og námsefnið sem nemendur unnu voru þeir þættir sem höfðu helst áhrif á val kennaranna á kennsluaðferðum. Misjafnt var hvaða kennsluaðferðir kennararnir sögðust nota til þess að koma til móts við þarfir nemenda. Tveir kennarar voru meðal annars með stöðvavinnu þar sem nemendur unnu á stöðvum sem þjálfuðu ólíkar námsgreinar eða ólík stærðfræðiverkefni á meðan hinir þrír sögðust leggja áherslu á einstaklingmiðaða kennsluhætti þar sem nemendur unnu á eigin hraða í því námsefni sem þeir voru með. Allir kennararnir voru með innlagnir, ýmist fyrir einstaklinga eða allan námshópinn. Einungis einn kennari sagðist leggja áherslu á samræðu nemenda í stærðfræði og allir sögðust þeir leggja áherslu á notkun hjálpargagna í stærðfræði. Allir kennararnir notuðu Sprota 2a/b sem grunnnámsefni fyrir flesta nemendur í bekknum. Aðallega var komið til móts við mismunandi þarfir nemenda með aðlöguðu námsefni og einstaklingsinnlögnum og nemendur fengu að vinna á sínum hraða í námsefninu. Einnig kom fram hjá þátttakendum að nemendur væru mjög ánægðir með námsefnið og að langflestum nemendum þætti stærðfræði skemmtilegasta námsgreinin.
  Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að úrtakið er lítið og rannsóknin stóð yfir í stuttan tíma og því er erfitt að alhæfa nokkuð um niðurstöður hennar.

Samþykkt: 
 • 3.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þau velja stærðfræðina flest öll, það er undantekning ef þau gera það ekki.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Eingöngu til aflestrar af skjá. Ekki heimilt að afrita eða prenta.