is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12499

Titill: 
  • Meiðslatíðni í körfuknattleik kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er um meiðslatíðni í körfuknattleik hjá konum. Markmið rannsóknarinnar var að sjá hver meiðslatíðnin er hjá konum í körfuknattleik á Íslandi. Einnig að sjá muninn á meiðslatíðni hjá konum og körlum hér á landi. Rannsóknin var gerð með spurningalista og voru spurningarnar allar lokaðar. Meiðsli kvenna voru athuguð á tímabilunum 2010-2011 og 2011-2012. Sendur var spurningalisti til allra félaga í efstu deild kvenna. Meiðslatíðnin hjá konunum var svo borin saman við meiðslatíðni karla í efstu deild á Íslandi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að meiðsli kvenna á Íslandi eru mikil í körfuknattleik. Meiðsli kvenna tímabilið 2010-2011 var 68% og 62% tímabilið 2011-2012. Konur meiðast hinsvegar minna en karlar í efstu deild. Meiðslatíðni karlanna var 68% fyrra tímabilið og 73% seinna tímabilið. Ökkli og hné eru algengustu meiðsli í körfuknattleik á Íslandi. Konur eru með fleiri hnémeiðsli en karlar og samræmist það erlendum rannsóknum. Minniháttar meiðsl voru í meirihluta hjá báðum kynjum. Konur eru með fleiri meiðsli sem tóku lengur en tvo mánuði að jafna sig.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meiðslatíðni í körfuknattleik kvenna.pdf677.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna