is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12500

Titill: 
  • "Sjálfstraust nemenda er lykillinn að námi" : reynsla kennara á almennri námsbraut framhaldsskóla af bekkjarstjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða reynslu kennarar á almennum brautum framhaldsskóla hafa af bekkjarstjórnun. Markmiðið var að skoða hvaða kennsluaðferðir þeir nota, hvernig þeir leysa hegðunarerfiðleika og hvað finnst þeim um þann stuðning sem þeir fá í starfi innan skólanna og hvaða lausnir eru til staðar. Rannsóknarspurningarnar voru: Aðalsspurning:Hver er reynsla kennara á almennri námsbraut framhaldsskóla af bekkjarstjórnun? Undirspurningar: Hvað gera kennarar til að fyrirbyggja og leysa hegðunarvandamál? Hvaða kennsluaðferðir nota þeir? Hvaða stuðnings njóta þeir innan skólans? Til að svara spurningunum var notuð narratíf rannsóknaraðferð sem er eigindleg rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við þrjá kennara, tvö við hvern og skráðar sögur þeirra af reynslu þeirra í kennslu. Heildarniðurstöður leiddu í ljós að framhaldsskólarnir þurfa að hafa fjölbreytt námsframboð til að mæta þörfum nemenda. Í skólunum þremur sem tóku þátt í rannsókninni, var fjölbreytt námsúrval þar sem reynt er að mæta þörfum nemenda. Kennararnir notuðu fyrirbyggandi aðgerðir til að koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika í kennslustofunni. Þeir tóku líka strax á vandamálum sem upp komu í kennslustofunni; töluðu við nemendur einslega eða í hópi, eftir því sem við átti, og reyndu að fá þá sjálfa til að koma með lausnina á vandamálinu. Kennararnir voru sáttir við þann stuðning sem skólinn hafði upp á að bjóða og þeir lögðu áherslu á að nemendur tækju ábyrgð á sínu námi. Þeir voru allir sammála um að sjálfstraust nemenda sé lykillinn að námi þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to investigate how teachers at the Department of general studies at the upper secondary level experience classroom management. The aim was to reveal what teaching methods they use, how they solve behaviour problems, what they think of the support they get with their schools and what solutions are available. The research questions were: How do teachers at the Departments of general studies in upper secondary schools experience classroom management? What do the teachers do to prevent and deal with behaviour problems in their classes? What teaching methods do they use? What kind of support do they have within their schools? A narrative research method was used to answer the research questions. Three teachers were interviewed, twice each, and their stories from the classroom were documented. In general the data revealed the importance of providing the students with a wide variety of educational programs to meet their needs, and all the schools that participated in the study provided such variety of educational programs. The teachers used methods to prevent behaviour problems in their classrooms. They dealt immediately with problems that arose within the classroom and spoke with the students either individually or in groups, depending on the circumstances, and tried to get the students to figure out themselves the solution to the problem. The teachers were satisfied with the support provided to them by the school management and they emphasized that the students should take responsibility of their own study. The teachers all agreed on that the key to a successful study is the student’s self-efficacy.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞórdísHelgaÓlafsdóttir_M.Ed 4052012.pdf498.59 kBOpinn"Sjálfstraust nemenda er lykillinn að námi"PDFSkoða/Opna