is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12503

Titill: 
  • Álagsmeiðsli dansara og fyrirbyggjandi æfingar gegn þeim
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Dans er listform sem skilgreina má sem meðvitaðar tilraunir til þess að nota þá síbreytilegu möguleika líkamans til þess að hreyfa sig við ákveðinn takt. Þær hreyfingar dansarinn þarf að framkvæma gera kröfur um fallegar línur, mikla tækni og mikinn styrk. Mikið er um álagsmeiðsli í ballett- og nútímadansi en talið er að 60 – 70 prósent dansmeiðsla séu vegna álags. Ástæður álagsmeiðsla geta stafað af ytri og innri þáttum eins og lélegri tækni, of litlum vöðvastyrk, vannæringu, ósamræmi í líkamsbyggingu og fleiru. Helstu álagsmeiðsli dansara má finna í neðri hluta líkamans og um miðju hans. Ökkli og fótur er algengasta staðsetning meiðslanna. Næst algengast er að dansarar meiðist á baki og ökkla og koma hnén þar á eftir. Rannsóknir hafa sýnt að dansarar eru ekki nægilega sterkir til þess að standast það álag sem er á þeim. Jákvæð fylgni hefur sést milli meiðslatíðni dansara og styrktarþjálfunar. Til þess að fyrirbyggja meiðsli dansara er mælt með því að þeir stundi þjálfun sem felur í sér vöðvaþolsæfingar með eigin líkamsþyngd og stöðugleika- og jafnvægisæfingar, styrktaræfingar og hoppæfingar. Þær æfingar sem settar eru fram í þessu lokaverkefni taka mið af þessum ráðleggingum og leggja áherslu á að styrkja neðri hluta líkamans vegna hárrar meiðslatíðni dansara á því svæði.
    Lykilorð: dans, ballett, nútímadans, álagsmeiðsli, vannæring, styrktarþjálfun, æfingar 

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni B.Sc..pdf3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða lokaverkefni B.Sc..pdf41.09 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna