Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12504
Þol-, styrktar-, liðleika- og jafnvægisþjálfun eldri borgara í tengslum við útivist er gert að umfjöllunarefni í ritgerð þessari. Vísað er til öldrunarkenninga og í þá þjálffræðilegu þætti sem henta eldri borgurum. Með það að leiðarljósi er bent á möguleika sem nýst geta eldri borgurum til heilsusamlegra lífernis. Samkvæmt könnun sem gerð var á heilsurækt eldri borgara kom í ljós að of margir lifa kyrrsetulífi og er hér höfðað til þeirra í von um að útivist geti verið nýr og spennandi valkostur. Mikilvægt er að geta boðið einstaklingum upp á fjölbreytta hreyfingu til heilsubóta sem hentar breiðum hópi og ætti að vera forsenda þess að hægt sé að minnka þann stóra hóp sem hreyfir sig ekki. Líkamlegur ávinningur útivistar er ótvíræður, því þar geta einstaklingar bætt þol, styrk, liðleika og jafnvægi sitt í gegnum fjölbreyttar greinar. Andlegir kostir þess að stunda útivist geta verið aukið sjálfstraust, en í grunninn er það einna helst sú frelsistilfinning sem einstaklingar upplifa sem vegur mest.
Lykilorð; útivist, eldri borgarar, hreyfing, heilsurækt, heilsubót.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
NilsBScRitgerdin2012.pdf | 242,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |