is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12506

Titill: 
  • Hvað einkennir velgengni kvenstjórnenda í leikskólum ?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var leitast við að athuga hvað lægi að baki velgengni kvenstjórnenda og hvernig þeim tókst til við að nýta mannauð sinn. Í rannsókninni var notast við aðferð Vancouver-skólans og var rannsóknin eigindleg tilfellarannsókn. Tekin voru viðtöl við fjóra leikskólastjóra. Niðurstöður benda til þess að ákveðið samhengi sé á milli þess hversu vel mannauðurinn var nýttur og velgengni kvenstjórnenda í leikskóla; því betur sem mannauðurinn var nýttur þeim meiri var velgengnin. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að leikskólastjórarnir nýttu mannauð sinn og leituðu stöðugt nýrra leiða til þess að allir gætu notið sín í starfi. Þær töluðu um mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir starfsfólk sitt og geta lesið í það. Það kom í ljós að í þremur af fjórum leikskólum sem rannsóknin náði til höfðu verið innleiddar aðgerðir gegn streitu og kulnun. Í einum leikskólanum var verkefnið rósemd og umhyggja tengt þar inn í ásamt lífsleikni. Einn leikskólinn notaði bókina um fiskinn þar sem fólki er kennt að takast á við vinnuna á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Allir leikskólastjórarnir virtust meðvitaðir um mikilvægi þess að nýta mannauðinn á sem bestan hátt. Niðurstöður drógu einnig fram að munur virtist að þeirra mati vera á stjórnunarháttum karla og kvenna þar sem konur hugsuðu meira sem hópur, þ.e. vildu ekki særa neinn og skoðuðu málin frá öllum hliðum og veltu þeim lengi fyrir sér áður en þær tækju ákvörðun, á meðan karlar hugsa meira sem einstaklingar, þ.e. út frá sjálfum sér og væru ekki mikið að velta því fyrir sér hvað öðrum fyndist auk þess sem þeir tækju skjótar ákvarðanir

  • Útdráttur er á ensku

    This research examines the success of female executives and their methods of using human resources. The research is carried out applying the qualitative research method of the Vancouver-school and four female kindergarten principals were interviewed. The results suggest that there is a certain correlation between how well human resources are utilized and the success of female executives in kindergarten. The better human resources are utilized the greater the success. The results also suggest that principals carefully utilize the human resources they have access to and constantly seek new ways to make sure that every one of their employees enjoys their work. They all emphasize the importance of having a good grasp of their employees´ skills and conditions and the importance of the ability to be able to read into them. They have already initiated measures to fight stress in their professional field and in three out of the four participating playschools yoga exercise and anti-stress balls are used for that purpose. In one of the playschools a project of calmness and care in relation with life skills has been initiated and another school uses a book teaching people how to deal with work in a positive and entertaining way. All kindergarten principals seemed very much aware of the importance of using human resources in the most effective manner. The results also demonstrate a distinction between female and male management styles where women seem to look at things more in a social context and think of themselves as a part of a group but not as individuals. As a result their decision methods involve observations from different angles in order not to offend others and subsequently they take more time to decide while men take less time to make up their mind and think less about what others think of them or their methods.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.8.2132.
Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loka skil skemman.pdf857.26 kBLokaður til...31.08.2132HeildartextiPDF