Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12508
Erum við að nýta okkur öll þau forskot sem standa til boða í sundíþróttinni á Íslandi? Í þessari rannsóknarritgerð mun vera leitað að svarinu við spurningunni hvort það sé munur á tveimur útfærslum af skrefstöðustungu í sundi og þá hvort munurinn hafi áhrif á skilvirkni stungunnar fyrir sundið.
Í rannsókninni voru greindar 126 stungur framkvæmdar af fjórtán sundmönnum. Spurningarlistar voru lagðir fyrir þátttakendur rannsóknarinnar og þjálfara þeirra. Niðurstöður spurningalstanna ásamt upplýsingunum sem fengust úr stungunum voru greindar út frá aflfræðilegur sjónarhorni.
Í ljós kom að munur var á stungunum og að sú stunga þar sem sundmenn halla sér aftur til þess að nýta sér krafta vöðvahópa efrihluta líkamans betur fái forskot í hraða og tíma eftir 10 metra.
Munurinn er þó ekki marktækur samkvæmt marktektarprófum þar sem breyturnar þykja of stórar til þess að þær eigi við í sundíþróttinni þar sem brot úr sekúndu getur skilið að verðlaunahafa frá öðrum keppendum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Ritgerð-PJÞ.pdf | 1.62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |