is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12509

Titill: 
  • Lestur í takt við tónlist : fyrirbærafræðileg rannsókn af reynslu átta leik- og grunnskólakennara af lestrarhvetjandi umhverfi og tónlist
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Góður undirbúningur fyrir lestrarnám er öllum nauðsynlegur og afar mikilvægt fyrir allt nám á seinni stigum að börn búi yfir ákveðinni lestrarfærni. Hvatning til dáða í lestrarhvetjandi umhverfi þar sem allt er gert til að örva áhuga barna á lestri þarf að vera fyrir hendi svo að vel takist til. Þegar talað er um lestrarhvetjandi umhverfi í leikskóla er átt við umhverfi þar sem unnið er markvisst með málörvun, áhugi barna er vakinn á lestri bóka og þau gerð meðvituð um ritað mál. Í grunnskólanum eru það fjölbreyttar leiðir í lestrarkennslu sem henta hverjum og einum, gott aðgengi nemenda að fjölbreyttu lesefni og góð samvinna við foreldra.
    Í þessari rannsókn var rætt við átta leikskóla-, grunnskóla- og tónmenntakennara í þeim tilgangi að varpa ljósi á afstöðu þeirra og reynslu varðandi lestrarhvetjandi skólaumhverfi, notkun tónlistar í lestrarhvetjandi skólaumhverfi og hvernig nýta megi tónlist til að örva lestraráhuga barna á aldrinum fjögurra til sjö ára.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að meðrannsakendur mínir telja fjölbreytta kennsluhætti, tónlist, ritun og samstarf kennara vera afgerandi þætti í góðu lestrarhvetjandi umhverfi. Áhrifavaldar þ.e. væntingar frá nemendum, foreldrum, kennurunum sjálfum og samfélaginu almennt og lykilþættir sem taka verður mið af þ.e. aðalnámskrár, lestrarkennsla og málörvun eru þættir sem hafa líka mótandi áhrif á hið lestrarhvetjandi umhverfi. Auk þess leiddu niðurstöður í ljós að allir meðrannsakenda minna nota tónlist í starfi sínu með börnunum, sumir markvisst í þeim tilgangi að undirbúa þau undir lestrarnám en aðrir nota hana meira til að fanga athygli, brjóta upp aðstæður eða einfaldlega til skemmtunar.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraprófsritgerð vor 2012(2).pdf725,31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna