is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12518

Titill: 
  • Markmiðasetning fyrir ayglýsingaherferðir
Útgáfa: 
  • Mars 2012
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um hversu stór hluti og þá hvaða markmið auglýsendur á Íslandi setja sér áður en þeir fara af stað með auglýsingaherferð. Lagt var upp með tvær rannsóknarspurningar. Sú fyrri var, hversu stór hluti stærstu fyrirtækja landsins setja sér mælanleg markmið áður en þau fara af stað með auglýsingaherferð, og sú seinni, hvers konar markmið setja stærstu fyrirtæki landsins sér áður en þau fara af stað með auglýsingaherferð. Til að svara rannsóknarspurningunum var gerð megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar sem send var rafrænt á markaðstjóra 100 stærstu fyrirtækja landsins. Svarhlutfall var 26%. Niðurstöður sýndu að rúmlega helmingur fyrirtækjanna setur sér oft eða alltaf mælanleg markmið áður en þau fara af stað með auglýsingaherferð. Oftast eru sett markmið um sölu, að ná ákveðinni auglýsingaeftirtekt og að hafa áhrif á ímynd vörumerkis.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-3-9
Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
14.Markmidasetning_fyrir_auglysingaherferdir.pdf460.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna