is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12521

Titill: 
 • Mat á arðsemi fjárfestingakosta leigufélags
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi skýrsla er unnin í samstarfi við Leigufélag Vestfjarða ehf. (LV), lítils leigufélags á vestfjörðum sem afmarkar starfsemi sína við Ísafjörð og nágrenni. Markmið skýrslunnar er að svara því hvernig nota megi kenningar um arðsemislíkön til að bæta ákvarðanatöku smárra leigufélaga. Farið er yfir helstu kenningar fræðimanna sem hafa ber í huga við gerð arðsemismats og hvernig smíða megi líkan til að meta arðsemi einstakra fjárfestingarkosta. Skoðaðar eru kenningar og aðferðir um hvernig meta megi ávöxtun, áhættu og arðsemi fjárfestingar. Hvernig greina megi viðeigandi sjóðstreymi fjárfestingar og næmni hennar fyrir breytingum einstakra þátta. Þessi fræði eru síðan notuð við hönnun arðsemislíkans fyrir LV og Múlaland 14 sem er í eigu félagsins notað sem tilviksdæmi.
  Helstu niðurstöður eru þær að bestu mælikvarðarnir á fjárhagslega arðsemi fjárfestingar eru núvirt sjóðstreymi hennar, NPV, innri vextir fjárfestingarinnar, IRR og leiðréttir innri vextir hennar, MIRR. Mismunandi matsaðferðir gefa hver um sig mismunandi upplýsingar. Auðvelt er að reikna þær allar og því rétt að gera það. Þegar kemur að ákvarðanatöku ætti að gefa niðurstöðum NPV aðferðarinnar mest vægi en það væri óskynsamlegt að líta framhjá þeim upplýsingum sem hinar gefa.
  Tap hefur verið á rekstri Múlalands 14 sem er í samræmi við niðurstöður arðsemismats. Að undangengnu arðsemismati hefði skýrsluhöfundur ekki mælt með fjárfestingunni. Þannig hefði kaupverð þurft að vera 46% lægra en raunverulegt kaupverð var til að núvirði fjárfestingarinnar að gefnum öðrum forsendum hefði verið 0.
  Það er því óráðlegt að fara út í fjárfestingu fyrr en niðurstöður arðsemismats liggja fyrir Þá geta stjórnendur tekið ákvörðun um hvort hafna eða samþykkja skuli fjárfestinguna, fullvissir um að ákvörðun þeirra byggi á gæðaupplýsingum um fyrirhugað verkefni fremur en tilfinningu manna.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 3.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug_Aðalrós_Sverrisdóttir_lkve.pdf900.28 kBLokaðurHeildartextiPDF
Ardsemislíkan.xls611.5 kBLokaðurFylgiskjölMicrosoft Excel