is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12522

Titill: 
  • Starfsþróun millistjórnenda í opinberri starfsemi
Útgáfa: 
  • Mars 2012
Útdráttur: 
  • Í greininni er varpað ljósi á starf og viðfangsefni millistjórnenda í opinberri þjónustustarfsemi. Markmið greinarinnar er að auka skilning á millistjórnenda-starfinu þegar tekist er á við nýtt starf. Athyglinni er sérstaklega beint að náms-/ eða lærdómsferlinu sem millistjórnendurnir fara í gegn um. Sömuleiðis er sjónum beint að þeim skilyrðum í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á lærdóm þeirra. Gagnaöflun var með hálfskipulögðum ítarlegum einstaklingsviðtölum við þrjá millistjórnendur og spurningalistakönnun meðal nær allra annarra millistjórnenda í hinni nýju þjónustustarfsemi til að gera myndina skýrari. Helstu niðurstöður staðfesta mikil-vægi óformlegra námsleiða við starfsþróun millistjórnenda. Í starfinu reynir hvað mest á altæka (meta) færni eins og samskiptafærni, færni í að greina og skipuleggja og forystufærni. Millistjórnendurnir þróa raunfærni sína fyrst og fremst með því að framkvæma og ígrunda atburði, athafnir og viðbrögð. Formlegar námsleiðir s.s. námskeið hafa mun minni þýðingu fyrir þá. Áskoranir og fjölbreytileiki starfs og fyrirtækjamenningin hafa mikla þýðingu fyrir vinnustaðinn sem ákjósanlegan vettvang náms og starfsþróunar.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-3-9
Samþykkt: 
  • 4.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
11.Starfsthroun_millistjornenda_opinber_starfsemi.pdf370.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna