Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12523
Hér getur að líta rannsókn á áhrifum íþróttaiðkunar á þroskahömluð börn og áhrif af þátttöku þeirra í Special Olympics að mati foreldra. Alls fóru 37 börn frá Íslandi til Aþenu í Grikklandi árið 2011. Rafræn spurningarkönnun var send í tölvupósti til foreldra 35 barna. Alls fengust svör frá 29 foreldrum, eða 83%, en þrír foreldrar skiluðu auðu og svöruðu því alls 74%. Niðurstöður sýna áhrif sem Special Olympics höfðu á þá sem tóku þátt, að mati foreldra og einnig áhrif leikanna á þátttöku þeirra í íþróttum almennt. Þegar litið er á niðurstöðurnar sýna þær jákvæð áhrif á þátttöku í Special Olympics og einnig jákvæð áhrif af þátttöku í íþróttum almennt. Þessar niðurstöður sýna að þátttaka í íþróttum og leikum eins og Special Olympic eykur félagslega færni, sjálfsöryggi, hreyfifærni, heilbrigði og fjölskyldutengsl. Eru þetta sambærilegar niðurstöður og úr svipaðri rannsókn frá Bandaríkjunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
15. mai BS.pdf | 693.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |