en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12527

Title: 
  • is Áhrif ávaxtasykurs á líkamann og tengsl hans við offitu
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • is

    Mikil aukning hefur orðið á yfirþyngd og offitu einstaklinga út um allan heim sem ýta undir fjölda sjúkdóma sem hægt væri að komast hjá með heilsusamlegri lífsstíl. Nokkuð líklegt þykir að einhver þáttur mataræðis eða lífsstíls séu áhrifavaldar frekar en erfðafræðilegir þættir. Hvaða þáttur það er sem hefur mestu áhrifin á þyngdaraukningu er enn nokkuð óljós. Hér á landi hefur neysla fitu minnkað og jákvæð breyting hefur orðið á hreyfimynstri einstaklinga en þrátt fyrir það fitnar fólk. Markmið þessarar ritgerðar er að kafa dýpra í áhrifaþætti sem undanfarin misseri hafa verið tengdir við og taldir vera ástæða yfirþyngdar og offitu með sérstaka áherslu á kolvetnið ávaxtasykur. Skoðuð verða áhrif ávaxtasykurs á líkamann, hann borinn saman við áhrif þrúgusykurs á líkamann og svo verður kafað ofan í nokkrar rannsóknir tengdar þessu viðfangsefni. Rannsóknirnar benda til þess að ávaxtasykurinn geti haft neikvæð áhrif á líkamann í miklu magni hvað varðar þyngd, fituframleiðslu, þvagsýrumyndun og mjög eðlislétt fituprótein svo dæmi séu tekin. Neysla ávaxtasykurs hér á landi virðist samkvæmt nýjustu tölum hafa staðið í stað undanfarin tíu ár en er þó í meira lagi hjá ýmsum aldurshópum, þá aðallega ungmennum.

Accepted: 
  • Jul 4, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12527


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif ávaxtasykurs á líkamann og tengsl hans við offitu.pdf1.07 MBLockedPDF