Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12528
Ritgerðin skiptist í niður í nokkra kafla. Að inngangi loknum hefst kafli sem nefnist gildi íþrótta. Í honum er farið yfir kosti og galla íþróttaiðkunar, þróun íþróttaiðkunar í heiminum, stuttlega er rætt um nokkur helstu íþróttafélög landsins áður en farið er í æfingar á unglingsárunum, rannsóknir á námi og íþróttum og að endingu er afreksíþróttamaður skilgreindur.
Næsti kafli nefnist íþróttir og skólastarf og hefst hann á stuttri greinagerð um grunnskóla annarsvegar og framhaldsskóla hinsvegar. Skrifað er um í lög um skólanna og þeirra helsta hlutverk samkvæmt námsskrá skólanna. Þar á eftir er farið nokkuð djúpt, þó misdjúpt inná afreksbrautir eða akademíur sem framhaldsskólar á Íslandi bjóða uppá.
Í fjórða kafla er afrekssvið landa í kringum okkur lítillega skoðað áður en samantekt og niðurstöður verkefnisins eru kynntar.
Í niðurstöðum er leitast við að svara þremur spurningum. það er hvort afreksbrautir framhaldsskólanna séu eins upp settar, hvort það skipti hvaða íþróttagrein nemendur stunda varðandi tímavinnu fyrir per einingu og svo er velt vöngum yfir því hvað hefur gengið vel og hvað hefði betur mátt fara á afreksbrautum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
jonp loka.pdf | 765,28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |