Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12533
Hvernig myndi Reykjavík líta út að næturlagi ef hún væri upplýst með hvítum ljóstvistum? Vitað er að orkusparnaður yrði mikill en hefði útskipting núverandi götulýsingar yfir í LED lýsingu einhverja aðra kosti í för með sér?
Markmiðið með þessari skýrslu er að varpa ljósi á þá kosti og galla sem slík útskipting hefði í för með sér. Í henni er núverandi lýsing borin saman við lýsingu með ljóstvistum bæði í tölum og einstaklega áhugaverðum ljósmyndum.
Mælingar voru framkvæmdar við Skeiðarvog í Reykjavík og fóru þær fram að nóttu til þegar myrkur var og umferð lítil. Mæld var birta og litarhitastig auk þess sem hin ýmsu umferðarskilti, bílar, fólk og aðrir hlutir voru myndaðir undir báðum ljósgjöfum.
Yfirburðir ljóstvistanna hvað litarendurgjöf varðar eru ótvíræðir. Hins vegar eru töluverðir óvissuþættir varðandi framleiðslu þeirra og skortur á samræmingu framleiðenda er mikill. Þar af leiðandi gætu orðið tafir á að núverandi götulýsingu verði skipt út fyrir götulýsingu með ljóstvistum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Götulýsing með ljóstvistum.pdf | 6.75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |