Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12535
Við upphaf notkunar á setlaug.
Blöndunarloki blandar heitt og kalt vatn við áfyllingu í setlaug. Yfirhitavar sér til þess að ekki fari of heitt vatn í setlaugina. Þegar setlaugin hefur fyllst upp að yfirfalli er hitaskynjari í yfirfalli, sem stöðvar áfyllingu. Það að hringrása vatnið um setlaugina gefur möguleika á að hreinsa vatnið t.d. með hreinsisíum og hreinsiefnum.
Mesti kosturinn er þó að með þessu fyrirkomulagi er hægt að bæta heitu vatni inn í hringrásina til að viðhalda réttu hitastigi í setlauginni, það notast líka minna heitt vatn. Analog stýring getur stýrt hitaloka af nákvæmni, með þeim hitalokum er auðveldara að halda hitastigi nákvæmu. Stýrikerfi með afturverkun. Reglunar kerfi eru altaf með afturverkun, sem nemur raunverulega stöðu útmerkis og ber það saman við innstillt gildi (innmerki). Forritið heldur utan um alla stýginguna.
Stjórnun kerfis fer fram af skjáborði (textaskjá) þar er kerfið ræst og stöðvað, hægt að lesa raungildi og stilla óskgildi. Reglirinn stýrir hitaloka, sem stýrist með spennumerki upp og niður eftir hitaþörf setlaugar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni KSÁ 2012.pdf | 2,22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |