is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12539

Titill: 
  • Áhrif ímyndunarþjálfunar á vítahittni í körfuknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Athuguð voru áhrif sex vikna ímyndunarþjálfunar (mental imagery training) á vítahittni í körfuknattleik. Ímyndunarþjálfun er kerfisbundin æfing atburða í huganum án greinilegra líkamlegra hreyfinga. Þátttakendur voru 48 körfuboltaiðkendur á aldrinum 12 – 15 ára. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa, tvo tilraunahópa og samanburðarhóp. Tilraunahópur 1 æfði vítaskot með venjulegum hætti, tvisvar í viku í sex vikur. Tilraunahópur 2 æfði vítaskot með ímyndunarþjálfun, tvisvar í viku í sex vikur. Samanburðarhópur æfði sig ekki neitt. Tilgátur rannsóknarinnar voru tvær. Fyrri var að hópurinn sem æfði vítaskot með venjulegum hætti bætir vítahittni sína hlutfallslega meira en þeir sem æfa vítaskot með ímyndunarþjálfun og þeir sem æfa sig ekki neitt. Seinni tilgátan er að þeir sem æfa vítaskot með ímyndunarþjálfun bæta vítahittni sína hlutfallslega meira heldur en þeir sem æfa sig ekki neitt. Niðurstöður sýndu að ekki var tölfræðilega marktækur munur milli hópa þrátt fyrir mismunandi þjálfunaraðferðir í sex vikur. Hvorug tilgáta rannsóknarinnar stóðst þar sem þær gerðu ráð fyrir mun á milli hópa.

Samþykkt: 
  • 4.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kári Einarsson.pdf285.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna