is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12549

Titill: 
 • Rýrnun steinsteypu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu meistaraverkefni voru gerðar rannsóknir á rýrnun steinsteypu. Gerðar voru mismunandi steypublöndur og úr þeim steyptir strendingar til rannsókna. Rannsóknirnar snéru að ýmsum þáttum sem viðkomu annað hvort blöndun á steypunni sjálfri eða meðhöndlun hennar. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir; fylliefni, sement, eftirmeðhöndlun, efjumagn, litarefni, rýrnunarvari, vatns-sements hlutfall og innihald lofts. Einnig voru tekin sýni frá steypustöðvum til athugunar. Öll sýni voru svo mæld reglulega til að skrá lengdarbreytingu þeirra.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að steinsteypa með íslenskum fylliefnum rýrnaði aðeins meira en steypa með norskum fylliefnum. Steypa með íslensku sementi virðist koma betur út en steypa með dönsku og norsku sementi. Einnig hefur rétt eftirmeðhöndlun mikið að segja. Litarefni í steinsteypu getur haft áhrif á rýrnun, til dæmis kom steypa með litarefni unnu úr járnoxíð mun betur út en steypa með litarefni unnu úr kolum Rýrnunarvari dregur verulega úr rýrnun steypunnar. Hlutfall efju skiptir miklu máli varðandi rýrnun steypunnar, með auknu magni efju eykst rýrnun. Við aukið vatns-sements hlutfall jókst rýrnun einnig, sérstaklega ef það var komið yfir 0,6. Niðurstöður gáfu til kynna að loftinnihald steypunnar hafi ekki marktæk áhrif á rýrnun nema að það sé komið yfir 8% af rúmmáli. Steinsteypa pöntuð frá steypustöðvum kom illa út í samanburði við steypu sem gerð var á rannsóknarstofunni.

 • Útdráttur er á ensku

  In this master’s thesis a study on shrinkage of concrete was conducted. Several different concrete mixes were made and concrete prisms casted for research. The research relates to various aspects relevant to either the mixing of the concrete itself or its treatment. These factors were: aggregates, cement, curing, cement paste, color admixtures, shrinkage reducing admixture, water-cement ratio and air content. Studies on samples taken from the concrete plants were also conducted. Samples were measured periodically to check length changes.
  The results revealed that concrete made with Icelandic aggregates shrinks more than concrete made with Norwegian aggregates. Concrete with Icelandic cement seams to shrink less than concrete with Danish and Norwegian cement. Curing has a positive effect on shrinkage. Color admixtures can affect shrinkage e.g. gives iron oxide better result regarding shrinkage than carbon does. Shrinkage reducing admixture significantly reduces shrinkage in concrete. Cement paste volume affects shrinkage in concrete considerably, more cement paste equals more shrinkage. Increased water-cement ratio also increases shrinkage, especially if it exceeds 0,6. The air content in the concrete does not increase the shrinkage unless it is above 8% of volume. Concrete ordered from concrete plants was significantly less capable of resisting shrinkage in comparison with concrete made in the research lab.

Samþykkt: 
 • 5.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_Rýrnun steinsteypu_Eva_Lind_Ágústsdóttir.pdf10.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna