is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1255

Titill: 
 • Heimanám
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um heimanám. Meginmál ritgerðar skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er hugtakið skilgreint, þátttaka foreldra í heimanámi nemenda skoðuð, stefnumótun skóla varðandi heimanám gerð skil og fjallað um rannsóknir á tilgangi heimanáms, tíma sem varið er í heimanám, heimatilbúin verkefni og árangur heimanáms. Í seinni hlutanum er umfjöllun um athugun á viðhorfi kennara á miðstigi til heimanáms.
  Heimanám er hluti af skólasamfélaginu og veigamikill þáttur í námi barna. Skólar móta ákveðna stefnu varðandi heimanám og sú stefna þarf góða ígrundun. Rannsóknir hafa sýnt að markviss þátttaka foreldra í heimanámi getur skilað sér í bættum námsárangri nemenda. Heimanám getur stuðlað að bættum námsárangri og verið jákvæður hluti af fjölskyldulífinu en ef rangt er staðið að heimanámi getur það íþyngt nemendum og fjölskyldum þeirra.
  Gerð var athugun á viðhorfum kennara á miðstigi til heimanáms og var úrtakið allir umsjónarkennarar á miðstigi í 8 skólum á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði, alls 42 kennarar. 40 kennarar svöruðu. Megin niðurstöður þeirrar athugunar benda til að heimanám er ekki nógu markvisst í grunnskólunum. Kennarar virðast ekki vita hvaða afstöðu þeir eiga að taka þegar kemur að heimanámi, á heimanám að vera kveikja eða ákveðið framhald af skóla? Á heimanám að vera hefðbundið eða óhefðbundið.
  Heimanám virðist oft á tíðum vera stefnulaust bákn innan skólanna, hálfgert vandræðabarn sem skólasamfélagið veit ekki hvernig á að siða til. Heimanám þarf sífellda endurskoðun og stefnumótun þess þarf áheyrn allra hlutaðeigandi aðila.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heimanam.pdf324.92 kBOpinnHeimanám - heildPDFSkoða/Opna