Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12555
Markmið með rannsókninni var að kanna hvort bólgusjúkdómurinn sáraristilbólga geti haft áhrif á þátttöku einstaklinga í tómstundastarfi. Einnig var markmiðið að kanna hvort lífsgæði þessa einstaklinga séu skert vegna sjúkdómsins. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að sáraristilbólga hefur áhrif á heilbrigði og vellíðan þeirra einstaklinga sem greindir eru með sjúkdóminn. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga á aldrinum 20-31 árs sem þjást af sjúkdómnum. Allir þátttakendur rannsóknarinnar hafa verið með sjúkdóminn í 2-4 ár og höfðu verið með óvirkan sjúkdóm í einn mánuð samfellt. Niðurstöður sýndu að lífsgæði þátttakenda eru verulega skert þegar sjúkdómurinn er virkur. Einnig kom fram að sjúkdómurinn hefur neikvæð áhrif á heilbriðgi, vellíðan og andlegt ástand þátttakenda. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar tel ég að mikilvægt sé að tómstundafræðingar og starfsfólk í tómstundastarfi sé meðvitað um líðan og upplifun einstaklinga með sáraristilbólgu, og einnig tilbúin að taka á vel á móti þessum einstaklingum í tómstundastarfið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Minn hluti lokaritgerð 2.pdf | 563,34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |