is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12557

Titill: 
  • Stærðfræðin í leik og skólastarfi : talnaskilningur 5 til 7 ára barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskólann á Akureyri og er ætlunin með henni að svara rannsóknarspurningunni: Hvert er samspil leiks og tungumáls fyrir talnaskilning 5 til 7 ára barna. Stærðfræðiverkefni voru lögð fyrir 18 börn í tveimur elstu aldurshópunum í leikskóla og yngsta aldurshópi í grunnskóla sem báðir eru í þorpi á Norðausturlandi. Jafnt hlutfall var á milli stráka og stelpna og eru þau fædd á árunum 2004 til 2006. Verkefnin voru unnin samkvæmt hugmyndafræði SKSB eða „Stærðfræði byggð á skilningi barna“. Rannsókninni var ætlað að skoða lausnaleiðir, talna- og aðgerðaskilning barnanna en sömu verkefnin með misháum tölum voru lögð fyrir þau. Hvert verkefni er í raun eins og lítil saga með persónum, atburðum og vandamálum sem þarf að leysa og börnin tengjast viðfangsefnunum í gegnum leikinn. Síðan voru lausnir barnanna bornar saman til að sjá hvernig og á hvaða hátt þau leystu verkefnin.
    Til grundvallar rannsókninni var tekið mið af kenningum nokkurra fræðimanna þ.e.a.s. Piaget, Vygotsky og Gardners. Hvað niðurstöður rannsóknarinnar varðar er því velt upp hvort hægt sé að leggja erfiðari stærðfræðidæmi fyrir börn en haldið hefur verið fram til þessa ef nálgunin er í gegnum leik?
    Lögð voru verkefni fyrir börnin sem að komu inn á samlagningu, frádrátt, deilingu og margföldun sem að þau gátu yfirleitt leyst þó að þau hafi ekki kunnað stærðfræðiheitin, nema eitthvað af elstu börnin sem að byrjuð eru í grunnskóla. Börnin voru mjög jákvæð í garð verkefnanna þannig að þessi aðferð til stærðfræðiiðkunar gæti verið ein af þeim leiðum sem nýst gæti kennurum yngri barna. Vonandi myndi það um leið ýta undir meiri jákvæðni, áhuga og áræðni fyrir stærðfræðiðkun sem skilaði sér með börnunum upp á efri skólastig.

Samþykkt: 
  • 9.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna