en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12560

Title: 
  • is Hvernig er hægt að skapa faglegt frístundastarf á frístundaheimilum Reykjavíkur?
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Í upphafi þessarar ritgerðar legg ég upp með að svara því hvernig hægt sé að skapa faglegt frístundastarf á frístundaheimilum Reykjavíkur. Byrjað verður á því að skilgreina hugtökin frístundir og tómstundir og fjallað verður um fagfólk og tómstundir. Þvínæst verður nám tómstunda- og félagsmálafræðibrautar við Háskóla Íslands kynnt sem og helstu kennismiðir í fræðigreininni. Farið verður yfir markmið og gildi tómstundastarfs og greint frá lögum sem snúa að frístundastarfi. Einnig verður fjallað um frístundaheimili Reykjavíkur og mikilvægi frístundaheimila. Helstu gildi tómstundastarfs í frístundastarfi verða rakin og fjallað um starfsmenn frístundaheimila. Hugtakið stjórnun verður kynnt og þvínæst greint frá helstu hlutverkum stjórnenda. Fjallað verður um það hvað einkennir góða stjórnendur og sagt frá áhrifaríkum stjórnunarstílum. Að endingu er svo umræðukafli þar sem þræðir ritgerðarinnar eru dregnir saman.
    Eins og umfjöllun mín leiðir í ljós þá þarf að samræma þær menntunarkröfur sem gerðar eru til starfsmanna og stjórnenda á þessum vettvang. Þá skiptir samhæfing og samstaða miklu máli ef skapa á faglegt frístundastarf á frístundaheimilum Reykjavíkur. Von mín er að ritgerðin varpi ljósi á mikilvægi þess að menntaðir aðilar sinni störfum sem snúa að frístundastarfi með börnum. Það er hagur alls samfélagsins að sú þjónusta sem frístundaheimilin veita fjölskyldum verði lögbundin og að fagaðilar annist þá starfsemi

Accepted: 
  • Jul 9, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12560


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaeintak af BA-verkefni Siggu 6[1].pdf456.52 kBOpenHeildartextiPDFView/Open