is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12561

Titill: 
  • Félagsmiðstöðvar og hreyfing
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsmiðstöðvar geta gegnt mikilvægu hlutverki í lífi unglings. Þar öðlast unglingar reynslu í félagshæfni og læra lýðræðisleg og sjálfstæð vinnubrögð. Markmið félagsmiðstöðva er að gera unglingum kleift að nýta frítíma sinn á uppbyggilegan hátt. Með aukinni kyrrsetu og ofþyngd unglinga er mikilvægt að félagsmiðstöðvar vinni markvisst gegn þeirri þróun. Til þess að athuga nánar hvort hreyfing væri í boði í félagsmiðstöðvum voru dagskrár mars mánaðar á árinu 2012 nokkurra félagsmiðstöðva skoðaðar nánar og stig gefin fyrir hreyfingu, kyrrsetu, hollustu eða óhollustu.
    Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort dagskrár félagsmiðstöðva bjóði upp á hreyfingu sem hugsanlega forvörn gegn kyrrsetu og ofþyngd unglinga. Þyngd unglinga fer sífellt hækkandi og hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli þyngdaraukningar og aukinni kyrrsetu þeirra. Það er því mikilvægt að unglingum standi til boða öflugt og fjölbreytilegt félagsstarf sem hugsanlega vekur vitund þeirra á vandanum og hjálpar þeim að leita lausna á honum.

Samþykkt: 
  • 9.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_FelagsmidstodvarOgHreyfing.pdf471.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna