is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12563

Titill: 
 • Hvernig er hægt að bregðast við mismunandi þörfum einhverfra barna með þjálfunaraðferðunum atferlismeðferð og TEACCH?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru þjálfunaraðferðirnar atferlismeðferð og TEACCH (Treatment and Education of Autistic and Communication handicapped Children) og rannsakað er hvernig hægt er að bregðast við mismunandi þörfum einhverfra barna með þjálfunaraðferðunum atferlismeðferð og TEACCH.
  Markmið ritgerðarinnar er að fræðast um einhverfu og afla upplýsinga um meðferðarúrræðin sem tekin voru fyrir í rannsókninni. Við vinnslu ritgerðarinnar öfluðum við okkur fræðilegra heimilda og útbjuggum spurningar sem við notuðum í hálfopnum viðtölum við þjálfa sem vinna með einhverfum börnum í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var farið í vettvangsheimsóknir í sömu skóla til að rannsaka aðstæður og fá betri innsýn í starfið.
  Meginniðurstöðurnar sýna fram á að þjálfar reyna að bregðast við þörfum einhverfra barna með því að blanda saman aðferðum og nýta það sem hentar hverju barni best. Þjálfarnir vinna eftir ákveðinni aðferð en reyna að aðlaga þá aðferð sem þeir nota að
  hverju barni frekar en að fara alfarið eftir einni ákveðinni aðferð.

Samþykkt: 
 • 9.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Hönnu og Ínu..pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna