is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12566

Titill: 
  • Leikefni og lýðræði í leikskóla : athugun með börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á mikilvægi þess að hlusta á raddir barna og leyfa þeim að taka þátt í ákvörðunum sem varða þau sjálf. Fjallað er um lýðræði barna, hvernig það birtist í leikskólastarfi og hvernig það tengist sjálfræði barna. Leikefni spilar stórt hlutverk í lífi leikskólabarna og er gerð grein fyrir eðli og hlutverki þess, ásamt því að fjallað er um leikefni í tengslum við leik og staðsetningu þess í námsumhverfi. Gerð var athugun í leikskóla í Reykjavík, þar sem sjálfræði barna var skoðað í sambandi við val og staðsetningu leikefnis. Í niðurstöðum athugunarinnar kemur fram að börnin hafi töluvert um það að segja, en ekki mikið í sambandi við staðsetningu, þar sem þau eru ekki höfð með í ráðum þegar kemur að því að finna leikefninu stað.

Samþykkt: 
  • 9.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf613.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna