is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12568

Titill: 
  • Að læra í leik : fræðsluefni um þykjustuleik leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndin að verkefninu kviknaði í námskeiðinu Leikskólafræði II – Leikskólabarnið, leikur, samskipti og skráning. Þar var fjallað um mikilvægi leiks í námi og þroska barna. Eftir það námskeið hefur áhugi okkar á leik barna aukist og ákváðum við að útbúa þetta fræðsluefni vegna þess að við töldum vanta fræðsluefni um mikilvægi þykjustuleiks. Við völdum að fjalla um þykjustuleik vegna þess að það er sú tegund leiks sem er ríkjandi meðal leikskólabarna og í gegnum hann eflist alhliða þroski þeirra. Því er mikilvægt að litið sé á þykjustuleikinn í kennslufræðilegum tilgangi. Í þessu fræðsluefni er stuðst við kenningar Vygotsky og Batesons og heilarannsóknir. Fjallað er um félagsfærni og samskipti, vitsmunaþroska, rökhugsun, líkams- og hreyfiþroska, tilfinningaþroska, málþroska og læsi, sem eru allt þættir sem eflast í þykjustuleik. Einnig er fjallað um ærslaleik og hlutverk fullorðinna í þykjustuleik barna. Í fræðsluefninu eru myndir af börnum í þykjustuleik máli okkar til stuðnings.

Samþykkt: 
  • 9.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd-Baldvina-og-Hafrun.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna