en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1256

Title: 
 • Title is in Icelandic Skiptir kyn okkur máli ?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari rannsóknarritgerð er leitast við að kanna hvort unglingar sækist fremur eftir karl- eða kvenkennara í starfi sem og að leita eftir hvaða eiginleikum kennari þeirra eigi helst að búa yfir. Einnig mun verða skoðað hvort kyn kennara hafi áhrif á kennslu.
  Í ritgerðinni er fjallað um kynjamótun og kynhlutverk, hvernig við mótum kynhlutverk okkar og hverjir séu helstu áhrifavaldarnir. Rætt er hvernig skólastarfið hefur þróast með árunum og þær breytingar sem fylgt hafa í kjölfarið. Rætt er um samræmd próf nemenda og stöðu kennara innan grunnskólans, hlutfall starfandi kennara á landsvísu er skoðað eftir kynjum. Einnig er hlutfall umsjónarkennara skoðað út frá kynjahlutfalli í grunnskólum Akureyrar.
  Raddbeiting og agi eru samverkandi þættir og mismunandi eftir kynjum hvernig kennarar geta beitt hvoru tveggja. Röddin er helsta atvinnutæki kennara og mikilvægt er að þeir kunni að beita röddinni rétt og viðhaldi með því góðri raddheilsu. Mikilvægt er að góður agi sé innan skólans til að skapa góðan vinnufrið fyrir nemendur og kennara.
  Rannsóknarspurningarnar sem leitast var við að svara voru: Hefur kyn kennara áhrif á kennslu? Finnst nemendum á unglingastigi skipta máli af hvoru kyninu kennari þeirra er? Hvaða eiginleikum telja nemendur að kennari þeirra eigi að búa yfir? Notuð var megindleg rannsóknaraðferð þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir nemendur í 9. bekk á Akureyri. Úrtakið var 266 nemendur eða 134 stelpur og 132 strákar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að nemendum finnst ekki skipta máli af hvaða kyni kennari þeirra sé. Nemendur hafa hins vegar ákveðna skoðun á því hvaða eiginleika þeir vilja helst hafa í fari kennarans. Hann á einkum að vera skemmtilegur, fyndinn og þolinmóður. Kyn kennara virðist ekki hafa áhrif á kennslu, heldur þykir mikilvægara að kennari sé hæfur í starfi.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1256


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
skiptirkyn.pdf443.31 kBMembersSkiptir kyn - heildPDF
skiptirkyn_e.pdf110.44 kBOpenSkiptir kyn - efnisyfirlitPDFView/Open
skiptirkyn_h.pdf139.11 kBOpenSkiptir kyn - heimildaskráPDFView/Open
skiptirkyn-u.pdf113.27 kBOpenSkiptir kyn - útdrátturPDFView/Open