is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12571

Titill: 
  • Námstækifæri í leik : að stuðla að þátttöku allra barna í leik í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikurinn er þýðingarmikill vettvangur fyrir þroska og nám barna. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á mikilvægi þess að stuðla að þátttöku allra barna í leik í leikskóla ásamt því að gera grein fyrir hlutverki leikskólakennara. Í nútímasamfélagi vinnur leikskólakennari með fjölbreyttan barnahóp og kallar það á fjölbreyttar aðferðir til að koma til móts við þarfir allra. Í dag er litið á leik sem meginnámsleið barna þar sem þau byggja upp þekkingu með því að prófa sig áfram. Hér er lögð megináhersla á mikilvægi leiksins í félagslegu samhengi. Greint er frá mikilvægi leiksins út frá kenningum um samskipti, boðskipti og félagsfærni. Leikurinn er mikilvægur staður fyrir öll börn til að þróa áfram hæfni sína, upplifa gleði og ánægju og mynda vináttusambönd. Þátttaka barna í leik örvar alhliða þroska og skiptir miklu máli fyrir félagsmótun þeirra og færni til samskipta. Börn hafa þó mismunandi hæfni til þátttöku í leik. Öll börn eiga rétt á jöfnum tækifærum til náms og er það hlutverk leikskólakennara að stuðla að þátttöku allra barna í leik í leikskóla. Hann þarf að skilja leikinn út frá heildrænu sjónarhorni og vera vakandi fyrir tækifærum sem bjóðast til að styðja nám allra barna. 

Samþykkt: 
  • 10.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Námstækifæri í leik_HeiðrúnBrynjaBirgisdóttir_LindaRósJóhannsdóttir.pdf602.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna