is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12578

Titill: 
  • Hverju fæ ég að ráða? : lýðræðisleg þátttaka barna með heimspekilegum umræðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megintilgangur ritgerðarinnar er að vekja athygli á heimspekilegri umræðu í leikskólastarfi og hvernig efla megi gagnrýna hugsun ungra barna. Börn eru gagnrýnin og virðist heimspekilegur þankagangur börnum eðlislægur. Til að nálgast þetta viðfangsefni var sett fram eftirfarandi rannsóknarspurning: Hvernig birtast hugmyndir 5 ára barna um lýðræðislega þátttöku sína með heimspekilegri samræðuaðferð? Fræðilegar hugmyndir heimspekinga og fræðimanna um samræðu- og kennsluaðferðir í barnaheimspeki og gildi þeirra fyrir gagnrýna hugsun barna voru skoðuð til að finna góða nálgun að viðfangsefninu. Athugun var gerð í leikskóla og tóku sex 5 ára börn þátt í henni. Athugunin var í formi heimspekistunda þar sem beitt var samræðu- og kennsluaðferðum barnaheimspekinnar til að fá fram svör við rannsóknarspurningunni um lýðræðislega þátttöku barnanna í leikskólastarfinu og var niðurstaðan sú að þau töldu að fullorðna fólkið réði en ekki þau. Út frá niðurstöðum athugunarinnar má draga þær ályktanir að ung börn séu gædd eiginleikum heimspekinnar og séu móttækileg fyrir heimspeki, að þau hafa hæfileikann til að undrast og eru sífellt að spyrja heimspekilegra spurninga. Í ljósi niðurstaðna er ljóst að mikilvægt er að leikskólar notfæri sér samræðu- og kennsluaðferðir barnaheimspekinnar til að móta gagnrýna einstaklinga sem gerir þá hæfari sem virka þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.

Samþykkt: 
  • 10.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
15. mai. Hverju má ég ráða. PDF.pdf620.43 kBLokaður til...31.05.2026HeildartextiPDF