Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12594
Ritgerð þessi var unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands vorið 2012. Ritgerðin er rannsóknarritgerð þar sem gagna var aflað úr fræðilegum heimildum. Tilgangur hennar er að skoða ákveðna breytingu í íslenskri setningagerð sem talsvert hefur borið á undanfarin ár. Helgi Skúli Kjartansson varð fyrstur til að vekja athygli fræðimanna á þessari málbreytingu sem hann kaus að kalla nýja þolmynd þar sem henni svipar mjög til hefðbundinnar þolmyndar. Fjallað er um nýju þolmyndina með hliðsjón af hefðbundinni þolmynd, mismuninn á þessum tveimur setningagerðum og það hvort nýja þolmyndin geti verið sjálfsagt framhald af hinni hefðbundnu. Í framhaldi af því er þeirri spurningu velt upp hvort nýja þolmyndin sé í raun rökrétt málbreyting í íslensku máli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thad_var_skrifud_thessi_ritgerd.pdf | 306.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |