is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12595

Titill: 
  • Heimanám : viðhorf stærðfræðikennara á unglingastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að fræðast um heimanám nemenda á grunnskólastigi í stærðfræði, út frá sýn kennara þeirra. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað fræðilega um viðfangsefnið en seinni hluti hennar byggir á viðtölum við kennara og hver sýn þeirra er á heimanám og heimaverkefni í stærðfræði.
    Rannsóknin mín fór þannig fram að fyrst tók ég viðtöl við kennara og því næst lagði ég fyrir stuttan lista sem gaf mér upplýsingar um aldur, kyn og starfsreynslu kennarana. Þátttakendur rannsóknarinnar voru valdir af handahófi en þó þótti mér mikilvægt að velja einn skóla úr hverju bæjarfélagi á höfuðborgarsvæðinu.
    Helstu niðurstöður úr rannsókn minni leiddu í ljós að flestir kennararnir leggja fram áætlun fyrir tiltekið tímabil sem flestir nemendur þeirra ná að ljúka við í skólanum. Þeir sem ekki ná því þurfa að vinna verkefnin heima. Þrír af kennurunum sem ég talaði við leggja þó alltaf fyrir einhverja heimavinnu, þótt í litlum mæli sé. Einnig kom í ljós að kennarar nota mismunandi námsefni og hafa mismunandi skoðanir á því námsefni sem í boði er. Allir kennarar hafa þó sama markmið í huga, það er að efla stærðfræðikunnáttu nemenda sinna miðað við hæfni og getu hvers og eins nemanda.

Samþykkt: 
  • 11.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12595


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Ása Jóhannsdóttir.pdf333.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna