is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12596

Titill: 
  • Skynjaðu og upplifðu í heimi textíls : kennsluverkefni um mjúka barnabók
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræðum með áherslu á textíl og skiptist það í greinagerð og kennsluverkefni. Í greinagerðinni er fjallað um þroska og skynjun barna upp að tveggja ára aldri. Sérstaklega er skoðað hvernig sjón, snerting og heyrn þroskast í samhengi við hreyfiþroska. Hvernig þessir þættir fléttast saman og hvernig hægt er að örva þá. Skoðað er mikilvægi þess að börn kynnist bókum snemma á ævinni og hvernig þær bækur ættu helst að vera til að örva skynfæri barnanna. Fjallað er um fjölbreytileika mjúkra barnabóka og möguleikana sem slíkt leikfang býður uppá. Viðfangsefni kennsluverkefnisins er gerð mjúkrar barnabókar og miðast við valáfanga í textíl á unglingastigi þar sem hönnun og hugmyndaflæði er mikilvægt. Verkefnið tekur á mörgum áfangamarkmiðum í textíl við lok 10. bekkjar vegna fjölbreytileika þess. Meðfylgjandi er gróf verkáætlun og hugmyndalisti til að hjálpa nemendum að komast af stað. Í viðauka eru myndir af fullkláraðri bók.

Samþykkt: 
  • 11.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skynjaðu og upplifðu í heimi textíls.pdf3.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna