en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12597

Title: 
  • Title is in Icelandic Viðhorf til lesblindu fyrr og nú : eru viðhorf til lesblindu þau sömu nú og fyrir 16 árum?
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjölmörg börn þurfa að glíma við lesblindu og aðra lestrarerfiðleika. Í þessu lokaverkefni er rannsökuð sú þróun sem orðið hefur í viðhorfum og viðbrögðum við lestrarerfiðleikum í grunnskólum landsins á undanförnum árum en ekki er langt síðan farið var að taka á lesblindu með skipulögðum hætti í skólakerfinu. Farið er yfir grunnþætti lestrar og lesblindu eins og þeim er lýst í kenningum fræðimanna, auk þess sem kynntar eru nýjustu kennsluaðferðir sem beitt er við lestrarerfiðleika. Þá eru kynntar niðurstöður rannsóknar á reynslu tveggja lesblindra einstaklinga sem hófu grunnskólagöngu fyrir 16 árum, en rannsóknin var framkvæmd með viðtölum við einstaklingana og mæður þeirra. Loks er borin saman reynsla þeirra við þau viðbrögð og viðhorf sem mæta lesblindum einstaklingum í grunnskólakerfinu í dag. Í stuttu máli sagt er niðurstaða rannsóknarinnar sú að í dag mæta lesblindum einstaklingum sem hefja grunnskólagöngu mun jákvæðari viðhorf og markvissari viðbrögð en fyrir 16 árum síðan. Skólakerfið hefur því tekið stórstígum framförum að þessu leyti.

Accepted: 
  • Jul 11, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12597


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Endanleg lokaritgerð 4.maí 2012.pdf1.13 MBOpenHeildartextiPDFView/Open