Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12607
Í ritgerð þessari er umfjöllunarefnið vinna og skólaganga íslenskra barna og unglinga á 20. öld. Fjallað er um hvernig skólaárið lengdist smám saman þegar leið á öldina og hvernig það og hertar reglur um vinnu barna og unglinga hafði áhrif á vinnuna. Jákvætt viðhorf til vinnu barna hefur lengi tíðkast hér á landi, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Nútímavæðing Íslands var mun seinna á ferðinni en almennt tíðkaðist í hinum vestræna heimi og þéttbýli myndaðist hér seint. Skólaárið var stutt og sá siður að senda þéttbýlisbörn í sveit á sumrin var við lýði hér á landi langt fram eftir síðustu öld. Segja má að lengi vel hafi skólaárið tekið mið af sauðfjárbúskap og þörfum bænda fyrir vinnuafl barna á sumrin. Nokkrir fræðimenn hafa skrifað um þetta efni og er eitthvað af niðurstöðum þeirra að finna hér. Rætt er við fjóra einstaklinga sem voru í sveit á sumrin og reynsla þeirra kynnt. Eflaust súpa margir hveljur yfir því mikla vinnuálagi sem lagt var á sum börn og unglinga fyrir örfáum áratugum síðan, en svo virðist sem tíðarandinn hafi verið á þann hátt að þetta þótti ekkert tiltökumál. Þrír af fjórum viðmælendum mínum eru líka þeirrar skoðunar að ekkert hafi verið athugavert við það, þó oft hafi vinnudagurinn verið langur í sveitinni á sumrin.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed. anna_d_tryggvadottir.pdf | 830.23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |