is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12620

Titill: 
  • Góða nótt barnið gott : viðhorf foreldra drengja í fyrsta og öðrum bekk í grunnskóla til svefns og hvíldar í lífi þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um viðhorf foreldra til svefns drengja í fyrsta og öðrum bekk í grunnskóla. Rannsakendur framkvæmdu eigindlega rannsókn þar sem óstöðluðum einstaklingsviðtölum var beitt. Samræðuform var notað til þess að fá svör við þeim spurningum sem brunnu á spyrjendum. Tekin voru viðtöl við foreldra fjögurra drengja. Viðtölin voru tekin á heimilum drengjanna á fjögurra vikna tímabili og einkenndust af rólegu og afslöppuðu umhverfi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf foreldra til svefns drengja þeirra. Niðurstöðurnar leiddu það í ljós að allir foreldrarnir voru sammála um það að svefn væri mjög mikilvægur til þess að takast á við daginn. Foreldrar gættu allir vel að því að börnin fengju reglulegan svefn og sérstaklega á skólatíma. Niðurstöðurnar sýndu að foreldrar tveggja drengjanna fundu ekki fyrir breytingum á líðan eða hegðun þeirra ef svefninn raskaðist af einhverjum ástæðum. Foreldrar hinna tveggja drengjanna fundu aftur á móti fyrir breytingum á hegðun og líðan drengjanna ef svefninn raskaðist af einhverjum ástæðum og reyndu eftir bestu getu að koma í veg fyrir slíkar raskanir. Rannsakendur vonast til þess að foreldrar og fagaðilar geti dregið lærdóm af þessum niðurstöðum sem sýni fram á mikilvægi svefns og hvíldar í lífi barna. Fjallað verður ýtarlega um svefn og þau áhrif sem hann getur haft á heilsu og hegðun.

Samþykkt: 
  • 13.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Tilbúin til prentunar 2.pdf719.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna