Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12621
Námsspilið Þvers og kruss um Ísland er lokaverkefni Hauks Gíslasonar til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2012. Spilið er samþætt verkefni um náttúru- og landafræði Íslands og er einkum ætlað nemendum á miðstigi grunnskóla. Markmið aðalnámskrár í samfélagsgreinum og náttúrufræði og umhverfismennt voru höfð að leiðarljósi við gerð spurninga spilsins ásamt námsefni á miðstigi, heimildum á veraldarvefnum og í bókum. Í greinargerðinni er fjallað um hlutverk námsspila í kennslu, kosti og takmarkanir. Skýrð er kenning Howards Gardner um fjölgreindir og mikilvægi þess að nemendur fái örvun á flestum greindasviðum. Flokkun á námsmarkmiðum Benjamins Bloom eru höfð til hliðsjónar við gerð spurninga spilsins og stuðst er við form Steves Sugar þegar kemur að spurningategundum. Námsspilið er einkum ætlað að vera til upprifjunar og festa í minni ákveðin atriði úr námsefni í landafræði og náttúrufræði það sem af er grunnskólanámi nemenda. Námsspilið er borðspil þar sem fjölbreytni er gert hátt undir höfði. Flokkar spilsins eru gróður, öfl náttúrunnar, dýr, staðfræði/örnefni, að nota kortabók og leikið/talað/teiknað. Form og gerðir spurninga spilsins eru misjafnar sem og þyngdarstig þeirra. Hugmyndin er sú að allir nemendur geta tekið þátt og fundið sig í spilinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þvers og kruss um Ísland - greinargerð.pdf | 1,02 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Myndir af spilinu Þvers og kruss um Ísland..pdf | 981,98 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |