is Íslenska en English

Skýrsla

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn > Rit starfsmanna Lbs-Hbs >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12628

Titill: 
  • Skemman og opinn aðgangur. Skýrsla um skil nemenda við Háskóla Íslands í Skemmuna veturinn 2010-2011 og hlutfall ritgerða í opnum aðgangi
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Skemman veitir aðgang að lokaritgerðum nemenda allra íslenskra háskóla. Skemman varðveitir einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna og hýsir ráðstefnurit og tímarit í opnum aðgangi. Þegar þetta er skrifað í júní 2012 eiga rúmlega 11800 höfundar efni í Skemmunni. Langflestir höfundar eru nemendur.
    Skil nemenda við Háskóla Íslands veturinn 2010-1011 voru skoðuð. Við tölfræðivinnsluna voru notaðir útskriftarlistar frá síðastliðnum vetri, en Háskóli Íslands brautskráir nemendur þrisvar á ári, í október, febrúar og júní. Tölur miðast við fjölda nemenda sem skiluðu inn ritgerð en ekki fjölda ritgerða. Stundum eru fleiri en einn höfundur að ritgerð. Nemendum á útskriftarlistunum var flett upp í Skemmunni, athugað hvort skil hefðu átt sér stað og hvort ritgerðin væri opin eða lokuð. Talsvert margir nemar skila ekki ritgerð (t.d. nemendur í diplómanámi og nemendur í grunnnámi í verkfræði) og voru þeir nemar því ekki taldir með. Í sumum greinum í grunnnámi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði hafa nemendur val um skil og voru þeir taldir með.
    Í lok ritgerðarinnar má sjá samanburð um skil og fjölda ritgerða í opnum aðgangi milli ára.

Samþykkt: 
  • 19.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2010-2011-Skemman 2012.pdf422.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna