is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12633

Titill: 
 • Hver er staða minnihlutahluthafa gagnvart ráðandi hluthöfum stórra hlutafélaga og misnotkun þeirra á stöðu sinni?
 • Titill er á ensku What is the position of minority shareholders’ in regards to majority shareholders in large Companies and the abuse of their position?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Við bankahrunið 2008 kom í ljós að löggjöf á réttarsviðinu virðist ekki hafa verið fullnægjandi. Breytingar á hlfl. með lögum nr. 89/2006, virðast ekki hafa verið nógu róttækar miðað við aðstæður. Ákvæði varðandi starfandi stjórnarformenn og viðskipti félaga með eigin hluti voru t.d. ekki nógu afgerandi. Er dæmi nefnt um Hrd nr. 228/2009 (Glitnir) en með lögum nr. 68/2010 er tekið meðal annars á þessum atriðum.
  Í ritgerðinni er fjallað um jafnræði hluthafa í félögum, að réttindi allra hluta í félagi séu jöfn. Fjallað er um grundvallarregluna um meirihlutaræði hluthafa við ákvarðanatökur á hluthafafundum og æðsta vald hans í málefnum félaga. Einnig er fjallað um að mögulegt er að misnota kerfisbundið ákvarðanir um arðsúthlutum í þeim tilgangi að þvinga minnihlutaeigendur til þess að selja hluti sína jafnvel á of lágu verði. Vísbendingar eru um að í ýmsum veigamiklum atriðum hafi ekki alltaf verið gætt að minnihlutavernd t.d. í Hrd. nr. 678/2008 þar sem stjórn félagsins tók ólögmæta ákvörðun sem studd var af meirihluta hluthafa með ásetningi um að valta yfir minnihlutann.
  Margt bendir til þess að hagsmunir minni hluthafa hafi verið fyrir borð bornir í hinum ýmsu „umbreytingaferlum― sem svo mjög komust í tísku hjá „duglegum― athafnamönnum sem sumir hverjir störfuðu við daglegan rekstur félaga. Afleiðingar af ákvörðunum um umbreytingar á almenningshlutafélögum eins og t.d. Eimskips („stóra uppstokkunin―) sem nefndar hafa verið „fyrirtækjagripdeildir― virðast hafa komið minni hluthöfum í opna skjöldu og að þeir hafi ekki áttað sig á hvað raunverulega var að gerast.

 • Útdráttur er á ensku

  What is the position of minority shareholders’ in regards to majority shareholders in large Companies and the abuse of their position?
  The 2008 bank crash revealed that legislation in this field seemed to have been inadequate; it seems that amendments made to the laws no. 89/2006 on private limited-liability companies have not been drastic enough in view of the circumstances. For example, provision regarding acting chairmen of the board and companies dealing in their own shares, were far from conclusive. An example of this is the Superior Court case decision no. 228/2009 (Glitnir), dealing with issues that law no. 68/201, among other things, addresses.
  This dissertation deals with the equality of all shareholders in companies; i.e. that all shares of a company have equal rights. The principle of shareholder majority rule in decision making at shareholders’ meeting and the majority’s final authority in company matters, will also be discussed in this dissertation. Furthermore, it will be discussed, that it is possible to systematically misuse dividend sharing for the purpose of forcing minority shareholders to sell their shares, even sub priced. There are indications that in some important matters, the interests of the minority have been neglected, cf. the Superior Court case decision no. 678/2008, where the company’s board agreed on an unlawful decision, supported by the majority of shareholders, with the aim of subduing the minority.
  There are many implications that the interests of the minority shareholders have been rejected by diverse ―transformative proceedings‖, which were highly fashionable with ―keen‖ entrepreneurs, many of whom saw to the daily running of the companies. The consequences of the decisions to transform joint-stock companies such as the Eimskip Ship company (―the great shuffle‖), actions which have become known as ―company raids‖, seem to have caught the minority shareholders by surprise, without them realizing what really was going on.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð skilað desember 2010.
Samþykkt: 
 • 24.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Hilmar Einarsson_final.pdf930.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna