is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12635

Titill: 
  • Hvað er ráðherraræði og hverjar eru birtingarmyndir þess og áhrif á íslenskt stjórnkerfi og stjórnsýslu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvað ráðherraræði er, hvernig það birtist í íslensku stjórnkerfi og stjórnsýslu og jafnframt reynt að meta áhrif þess.
    Í upphafi er fjallað stuttlega um kenningar fræðimanna um það sem kalla má ráðherraræði en í síðari köflum er farið yfir hvernig hið íslenska ráðherraræði birtist. Jafnframt er fjallað um ráðherraábyrgð og hvort hún sé í samræmi við vald ráðherra. Helstu niðurstöður eru þær að hið íslenska ráðherraræði líkt og það er notað í pólitískri umræðu snýst fyrst og fremst um samskipti framkvæmdavalds við þingið en það hugtak sem fræðimenn nota og þýða má sem ráðherraræði snýr að valdi ráðherra yfir málefnum sem tilheyra ráðuneyti þeirra. Áhrif á stjórnsýslu eru því helst að ráðherra getur haft mikið vald á málefnum síns ráðuneytis en áhrif á stjórnkerfið eru þau að meirihlutaræði ríkir að vissu leyti á þinginu. Þó að til staðar sé eftirlit með ráðherrum vantar upp á að það sé kerfisbundnara en þingeftirlit er of veikt og því þyrfti að styrkja stjórnarandstöðuna. Setja ætti þá reglu að ráðherrar segðu af sér þingmennsku á meðan þeir gegna ráðherrastörfum til að koma í veg fyrir óheppilega skörun. Í sama tilgangi ætti jafnframt að taka ákæruvaldið af Alþingi í málefnum ráðherra og leggja á herðar óháðum aðila ásamt því að efla pólitíska ábyrgð. Ráðherrar þurfa einnig að axla pólitíska ábyrgð þegar við á en slíkar afsagnir hafa verið fátíðar. Með þessum leiðum væri hægt að bæta stjórnmálamenningu á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 24.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_HallaTinnaArnardóttir.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna