is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12637

Titill: 
  • Heimilisofbeldi sem öryggismál : eru tengsl á milli heimilisofbeldis og samfélagsöryggis?
  • Titill er á ensku Domestic violence as a security issue : is there a connection between domestic violence and social security?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari hefur verið leitað svara við því hvort tengsl séu á milli heimilisofbeldis og samfélagsöryggis. Til þess var öryggishugtakið skoðað ásamt því að skoða hugmyndafræði fræðimannanna Barry Buzan, Ole Wæver og Jaap de Wilde þar sem þeir settu fram öryggisvæðingarmódelið sem gengur að mestu út á að skilgreina hvað sé öryggismál. Skilgreint var hvað heimilisofbeldi er, hver einkenni þess eru og afleiðingar. Einnig var heimilisofbeldi skoðað í tengslum við samfélagið og hver áhrif þess eru á heimilisofbeldi og svo öfugt, heimilisofbeldi á samfélagið.
    Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að sterk tengsl eru á milli heimilisofbeldis og samfélagsöryggis og rétt sé að skilgreina heimilisofbeldi sem öryggismál. Þegar skoðuð voru áhrif kreppunnar á heimilin kom í ljós að heimilisofbeldi jókst eftir því sem ástandið í þjóðfélaginu versnar. Líf þeirra einstaklinga sem beita eða búa við heimilisofbeldi einkennist í mörgum tilfellum af fátækt, slakri menntun og veikum félagslegum tengslum sem ýtir enn fremur undir ofbeldið þar sem rannsóknir hafa sýnt að álagsþættir eins og fátækt og einangrun ýti undir að þeir einstaklingar sem eru ofbeldishneigðir fyrir beiti því enn frekar þegar álagið frá samfélaginu eykst. Ofbeldi er vítahringur sem leiðir af sér aukið ofbeldi ásamt því að ýmis samfélagsáhrif eins og efnahagsþrengingar ýta einnig undir ofbeldi heima fyrir. Þetta sýnir það að ekki er hægt að aðskilja það sem gerist inn á heimilinu frá því sem á sér stað í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 24.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_Rannveig_Erla_Guðlaugsdóttir_Lokaskjal .pdf673.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna