is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12638

Titill: 
  • Austurvegur - þjóðvegur verður að bæjargötu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að endurhanna Austurveg á Selfossi fyrir breyttar forsendur, þ.m.t. hjáleið um Selfoss og nýjan miðbæ og miðbæjarímynd bæjarins. Gatan er á þjóðvegi 1 og tengir höfuðborgarsvæðið við allt suðurlandsundirlendið sem stendur en er á sama tíma mikilvægur kjarni fyrir bæjarfélagið Selfoss og er hugsanlega miðpunktur í frekari uppbyggingu og styrkingu bæjarins til framtíðar.
    Notast er við aðferðir sem eiga ættir sínar að rekja til norsku Vegagerðarinnar og skýrslu hennar um hvernig skal breyta þjóðvegi í vistlega bæjargötu. Einnig er leitað fanga í ýmis rit bresku Vegagerðarinnar, Department for Transport. Aðferðirnar sem um ræðir byggja á þeirri hugmynd að ökumenn séu ekki mikilvægustu notendur gatna, utan þess ef gatan hefur ekkert hlutverk annað en að flytja bílaumferð. Gangandi og hjólandi umferð skulu fá forgang við hönnun gatna, enda viðkvæmustu notendurnir. Veghönnunarreglur Vegagerðarinnar eru hafðar til hliðsjónar við hönnunina og notast er við þær eftir fremstu getu.
    Niðurstaða hönnunarinnar er gata sem er mun notendavænni en áður fyrir óvarða vegfarendur ýmiss konar, hvort sem þeir sækja vinnu við eða í kring um götuna, vilja versla eða sækja þjónustu, eða einfaldlega njóta þess að vera á góðum stað. Gangstéttir eru breiðari og akbrautir eru mjórri. Hannað er fyrir lækkun umferðarhraða án þess að það komi niður á neyðarumferð eða almenningssamgöngum þar sem mikilvægasta aðgerðin sem uppfyllir öll markmið hönnunarinnar er lægri ökuhraði og lengri gegnumferðartími. Ekki er gerð kostnaðaráætlun fyrir verkið í þessu verkefni.

Samþykkt: 
  • 30.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Austurvegur - Þjóðvegur verður að bæjargötu.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðauki A.pdf38.54 MBLokaðurViðaukiPDF
Viðauki B.pdf1.91 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki C.pdf39.09 kBLokaðurViðaukiPDF
Viðauki D.pdf2.6 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki E.pdf103.56 kBLokaðurViðaukiPDF
Viðauki F.pdf14.51 kBLokaðurViðaukiPDF