is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12656

Titill: 
  • Viðskiptavild : er breyting á bókfærðri viðskiptavild eftir hrun?
  • Titill er á ensku Goodwill : changes in goodwill accounting after the financial crisis?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • þessari ritgerð er fjallað um viðskiptavild og farið yfir hvernig hún færist í bókhaldi fyrirtækja. Viðskiptavild er afgangsstærð þegar búið er að deila út kaupverði á eignir að frádregnum skuldum við sameiningu fyrirtækja. Farið er nokkuð ítarlega í gegnum lagarammann sem snýr að viðskiptavildinni og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sem henni tengjast gerð góð skil. Mögulegar bókhaldsbrellur með viðskiptavild koma einnig við sögu og er í því samhengi fjallað um fyrirbæri sem kallast skuldsett yfirtaka og öfugur samruni. Skoðað er umfang viðskiptavildarinnar í fjórum íslenskum fyrirtækjum með því að skoða ársreikninga félaganna á tímabilinu 2007-2011 en á þeim tíma varð efnahagshrun hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Flest fyrirtæki eru nokkuð löskuð eftir hrunið en þó misjafnlega mikið. Þegar niðursveiflur verða í rekstrarumhverfi fyrirtækja á samkvæmt alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum að virðisrýra viðskiptavildina með beinni niðurfærslu. Þá er gert svokallað virðisrýrnunarpróf og eru því sem og hvernig því er beitt einnig gerð skil. Skoðað er sérstaklega hvort félögin sem tekin eru fyrir hafi eftir efnahagshrunið fært viðskiptavildina niður í bókum sínum eftir að virðisrýrnunarprófinu var beitt. Í því samhengi er einnig skoðað hvort hlutfall viðskiptavildar á móti heildareignum og eigin fé félaganna hafi lækkað eftir hrun. Stutt dæmi eru tekin þar sem við á til að auðvelda skilning.
    Helstu heimildir sem stuðst er við eru alþjóðlegu reikningsskilastaðlarnir (IRFS, IAS), lög um ársreikninga, ársreikningar fyrirtækjanna sem skoðuð eru í ritgerðinni og síðan ýmsar greinar sem menn fróðir um viðskiptavildina hafa skrifað og birt.
    Helstu niðurstöður sem fást úr þessari athugun eru að umfang viðskiptavildar hjá fyrirtækjunum hefur ekki minnkað að miklu ráði eftir efnahagshrunið þrátt fyrir að félögin hafi öll beitt virðisrýrnunarprófi samkvæmt IAS 36. Þó að hlutfall viðskiptavildar í efnahagsreikningum fyrirtækjanna sé enn gífurlega hátt hefur hlutfall viðskiptavildar á móti eigin fé félaganna lækkað á tímabilinu 2010-2011 samanborið við tímabilið 2008-2009. En skýringum í ársreikningum félaga er snúa að viðskiptavildinni er oft ábótavant og ekki fyrir hvern sem er að lesa úr þeim.

Samþykkt: 
  • 31.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_viðskiptavild_ÞMJ.pdf812.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna