is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12663

Titill: 
 • Kostnaðarvitund í Fyrirtæki
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Kostnaðarvitund er eitt þeirra hugtaka sem notuð eru á fjölbreyttan máta eftir því frá hvaða sjónarhorni það er litið. Er kostnaðarvitund aðeins það að þekkja verðlista eða felst í henni dýpri vitneskja og skilningur?
  Rannsókn þessi hefst á þvi að skilgreina hugtakið kostnaðarvitund. Skilgreining á vitund er „meðvitund, þekking“, og af því má leiða skilgreiningu þessa verkefnis að kostnaðarvitund sé að vita hvað vara/þjónusta kostar og hvernig kostnaður hagar sér.
  Starfsmenn fyrirtækisins (hér á eftir: Fyrirtæki) sem hér er til rannsóknar telja sig hafa jafnan verið afar meðvitaðir um kostnað og ráðist hefur verið í margs konar hagræðingaraðgerðir í gegnum tíðina. Stjórnendum er umhugað um að auka kostnaðarvitund starfsmanna og hugtakið hefur lengi verið til umræðu í Fyrirtækinu. Rannsókninni er því ætlað að svara því hvað stjórnendur eiga í raun við með aukinni kostnaðarvitund og hvað þarf til svo að hún aukist og verði notuð í daglegu verki.
  Þegar leið á verkefnið kom í ljós að ófullnægjandi væri að einblína á stjórnendur á efri stigum eingöngu þar sem að mikilvægi sölumanna hvað varðar afleiðingar aukinnar kostnaðarvitundar varð augljóst. Rannsóknin leiddi í ljós að kostnaðarvitund sölumanna er mjög áfátt og kom þetta mjög á óvart. Rök vísa í þá átt að ekki sé vilji hjá Fyrirtækinu að auka kostnaðarvitund sölumanna, einna helst vegna þess að ótti er um að upplýsingar um grundvallar kostnaðarstærðir Fyrirtækisins gætu lekið ef starfsmaður yfirgæfi Fyrirtækið. Einnig virðast stjórnendur vilja hafa sölumenn undir „stjórn“.
  Kjarni niðurstaðna rannsóknarinnar er:
   Að Fyrirtækið er hvorki búið að skilgreina á fullnægjandi hátt markmið sín varðandi kostnaðarvitund né hvernig eigi að ná fram markmiðum sínum.
   Að fyrirækið telur helstu afleiðingar aukinnar kostnaðarvitundar vera hagræðing í rekstri, sparnaður, tækifæri að sækja á ný mið og aukna framlegð.
   að varpað var ljósi á viðhorf yfirmanna Fyrirtækisins til kostnaðarvitundar. Í ljós koma að munur var á milli markaðssinnaðra yfirmanna og rekstrarsinnaðra. Mismunandi viðhorf eru í lagi fyrir yrirtæki en viðhorfin hafa áhrifa hvaða stefna þeir telja Fyrirtækið sé með eða eigi að vera með.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til júní 2018
Samþykkt: 
 • 31.7.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
104 14 0 BRSG_BS_ritgerd_2012-1_BirgirGunnarsson_3011715959.pdf1 MBLokaður til...01.06.2018HeildartextiPDF