en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12664

Title: 
 • is Er NPL leiðin að árangri fyrirtækja?
 • Is NLP keys to success in business?
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • is

  Mannauður er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og er mikilvægt að stjórnendur hlúi vel að starfsmönnum sínum og stuðli að starfsánægju þeirra. Hollusta starfsmanna við fyrirtækið er eitt af því sem segir til um líða starfsmanns á vinnustað og spila stjórnendur oft lykilatriði þar. Í þessari ritgerð er fjallað um samskipti stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja og hvaða áhrif stjórnendur geta haft til að ná enn betri árangri í starfi með starfsfólki sínu.
  Markmið og tilgangur þessarar ritgerðar er að fara yfir helstu þætti í stjórnun fyrirtækja, hvernig stjórnendur geti bætt færni sína, nýtt starfsfólkið sitt betur og hvernig hægt er að nýta Neuro Linguistic Programming til að ná enn betri árangri í starfi. Neuro Linguistic Programming eða NLP eins og það er oftast kallað er undirmeðvitundarfræði sem byggir á samskiptum huga og undirmeðvitundar. Með NLP lærir einstaklingur að lesa í andlega og líkamlega líðan hjá sjálfum sér og öðrum sem ætti að skila sér í betri og jákvæðari einstakling.
  Rannsókn þessi er hefðbundin skrifborðsrannsókn (e. desk research) þar sem safnað var saman margvíslegum fræðilegum prentuðum heimildum, sem tengjast viðfangsefninu og eru ályktanir dregnar út frá innihaldi þeirra. Upplýsinga var aflað aðallega frá erlendum aðilum, en einnig er um huglægt mat rannsakanda að ræða.
  Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að NLP tækni er gagnleg stjórnendum. NLP stuðlar að starfsmenn blómstri í starfi og sýni framúrskarandi árangur sem skilar sér í aukinni starfsánægju.

Description: 
 • is Ritgerðin er lokuð til júní 2014
Accepted: 
 • Jul 31, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12664


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaritgerd Hjordis Audunsdottir.pdf1.44 MBOpenHeildartextiPDFView/Open