is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1267

Titill: 
 • Málörvun og fjölmenning í leikskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er fjallað um málþroska og fjölmenningu, hvernig málið þróast og mikilvæga þætti sem því tengjast hjá börnum af erlendum uppruna. Rannsóknarspurning ritgerðar er: Hvernig er unnið að málörvun tvítyngdra, fjöltyngdra og barna innflytjenda í leikskólum á Akureyri?
  Í fyrri hluta fræðilega kafla ritgerðar er fjallað um og skoðað hvað erlendar sem innlendar rannsóknir segja um uppbyggingu tungumáls, þróun þess og helstu kennismiði um máltöku og félagstengsl. Einnig eru skilgreind hugtökin fjölmenning, tvítyngi, fjöltyngi og innflytjendur og skoðað hvað sérfræðingar segja um styrkleika og veikleika þess að hafa tvö eða fleiri móðurmál.
  Í síðari hluta fræðilega kafla ritgerðar er rýnt í hvað íslenskar menntarannsóknir og þróunarverkefni hafa að segja um stöðu barna af erlendum uppruna varðandi móttöku og eftirfylgni í íslensku skólakerfi. Þær hafa sýnt að margt þarf að bæta og efla svo hægt sé að segja að börn af erlendum uppruna fái öll sömu aðstoð og eftirfylgni. Sömuleiðis er komið inn á mikilvæga þætti sem hafa verður í huga í farsælu starfi með fjölmenningarlegum barnahóp innan leikskóla.
  Í síðari hluta ritgerðar er umfjöllun um aðdraganda rannsóknarinnar. Með rannsókninni voru höfundar meðal annars að leita svara við hvort og hvernig unnið væri markvisst og sérstaklega með þennan barnahóp, hvernig málörvunarvinnan færi fram og hvaða starfsmenn innan leikskólans hefðu umsjón með málörvuninni. Spurningarlisti var sendur í alla þrettán leikskóla Akureyrarbæjar þar af svöruðu tólf leikskólar. Helstu niðurstöður rannsóknar eru að unnið er markvisst að málörvun í öllum leikskólunum sem tóku þátt í rannsókninni, í flestum tilfellum eru það leikskólakennarar sem hafa umsjón með málörvuninni og algengast er að hún fari fram í hóp með öllum börnum leikskólans sem þurfa auka málörvun.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
malorvun.pdf502.45 kBTakmarkaðurMálörvun - heildPDF
malorvun_e.pdf109.07 kBOpinnMálörvun - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
malorvun_h.pdf117.61 kBOpinnMálörvun - heimildaskráPDFSkoða/Opna
malorvun_u.pdf83.63 kBOpinnMálörvun - útdrátturPDFSkoða/Opna