is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12689

Titill: 
  • Menningararfur Eyrarbakka : hver er menningararfur Eyrarbakka, hvernig er best að varðveita hann og hvers virði er hann fyrir íbúana og samfélagið?
  • Titill er á ensku Cultural heritage of Eyrarbakki : what is the cultural heritage of Eyrarbakki, what is the best way to preserve it an how valuable is it for the residents and the community?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu rannsóknarverkefni til MA prófs í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, „Menningararfur Eyrarbakka“ var lögð fyrir rannsóknarspurningin: Hver er menningararfur Eyrarbakka, hvernig er best að varðveita hann og hvers virði hann er fyrir íbúana og samfélagið? Til að svara spurningunni var sjónum beint að helstu hugtökum sem tengjast menningararfinum og skilgreiningar á menningu, arfi og menningararfi voru rannsakaðar, ásamt hugtökunum um virði, virðismat og virðisgreiningu. Einnig verður rýnt í hvernig menningararfurinn er túlkaður og mikilvægi þess að varðveita hann.
    Til að túlka menningararf Eyrarbakka og rannsaka viðfangsefnið voru tekin viðtöl við ólíka aðila sem hafa allir skoðun á málefninu, það er að segja aðila sem hafa fræðilegan þekkingu, Eyrbekkinga, og aðila sem hafa pólitískan bakgrunn. Þessir aðilar voru spurðir úti í menningararf Eyrarbakka og hvernig þeir túlka hann. Samhliða því verður skoðað hvað felst í hugtakinu „virði“ og hvaða aðferð er notuð til að greina virði menningararfsins.Við virðisgreininguna voru kenningar David Thorsby og aðferðir Ståle Navrud og Richard Ready notaðar ásamt niðurstöðum úr netkönnun.
    Helstu niðurstöður voru þær að „Húsið“ ásamt gömlu húsunum og verslunarsögu Eyrarbakka gefur þorpin sérstöðu sína og skapar ímynd Eyrarbakka út á við. Hagrænt virði menningararfsins var ekki mælanlegt en menningin styrkir menningartengda atvinnu á svæðinu. Húsið sem hýsir Byggðarsafn Árnesinga hefur að geyma verulegt menningarlegt og félagslegt virði fyrir íbúana og samfélagið.

Samþykkt: 
  • 1.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MR með breytingum 2.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna