is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12690

Titill: 
  • Hverju myndi innganga í Evrópusambandið breyta fyrir Ísland hvað byggðastefnu varðar? : hver yrðu áhrifin á landsbyggðina?
  • Titill er á ensku The consequences of Icelandic EU membership for regional policy and regional development
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hverju innganga Íslands í Evrópusambandið myndi breyta hvað byggðamál varðar og hvaða styrki Ísland gæti hugsanlega fengið. Einnig skoða ég hver áhrifiin yrðu á landsbyggðina og hvort að líklegt sé að hagsmunir landsbyggðarinnar yrðu meiri, þar sem opinber stjórnsýsla myndi dreifast frekar um byggðir landsins ef byggðastefna Evrópusambandsins er höfð að leiðarljósi. Helstu sérstæður Íslands sem hugsanlega er hægt að beita í aðildarviðræðum um byggðamál eru skoðaðar ásamt því sem áherslur samningaviðræðnanna um byggðamál landsins eru reifaðar. Reynsla nokkurra Evrópuþjóða af byggðamálum eftir Evrópusambandsaðild var skoðuð en í því sambandi skoðaði ég Finnland, Svíþjóð, Eistland og Litháen. Í ritgerðinni fer ég yfir byggðastefnu- og uppbyggingarstefnu Evrópusambandsins, markmiðin, áætlanir og helstu sjóði. Ég reyni að setja upp raunhæfan samanburð við þau ríki sem Ísland getur borið sig saman við.
    Í rannsókn þessari er stuðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir og gagnaöflunin fór fram með greiningu fyrirliggjandi gagna.
    Í umræðunni um aðild að Evrópusambandinu hefur lítið farið fyrir byggðastefnu sambandsins. Má kannski helst rekja það til þess að sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnur sambandsins hafa einokað umræðuna í gegnum tíðina en þessar tvær stefnur eru helsta þrætuefni Íslendinga um Evrópusambandsaðild. Það er að mörgu að hyggja í þessum málum og má þar á meðal nefna að landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna eru samofnar byggðastefnunni hér á landi og eru menn ekki á eitt sáttir um að þessir þættir innan Evrópusambandsins komi til með að vera Íslandi í hag. Í þessari ritgerð minni er gerð tilraun til að skoða og átta sig á því hvernig byggðamál eru á Íslandi og hjá Evrópusambandinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að með aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði landsbyggðin trúlega fyrir miklum áhrifum af byggðamálum sambandsins. Þannig að hagsmunir landsbyggðarinnar yrðu töluverðir, þó erfitt sé að setja einhverja mælistiku á þá, má reikna með að þeir yrðu þó að flestu leyti jákvæðir en einnig áhrifin af þeim þar sem stjórnsýslan yrði sjálfstæðari og alþjóðlegri. Niðurstöður benda líka til þess að óbein áhrif aðildar gætu orðið þau að sveitarfélög á Íslandi sæju sér hag í að sameinast innan svæða og efla þannig samstarfið í stað þess að vera stöðugt í samkeppni sín á milli. Markmiðið með sameiningunni væri að færa þjónustuna nær íbúum á hverjum stað og til að geta nýtt betur þau sóknarfæri sem gefast innan Evrópusambandsins, þar sem nær útilokað er fyrir lítil byggðarlög á Íslandi að taka þátt í byggðaverkefnum sambandsins. Við sameininguna ættu að skapast ný tækifæri og grunnur að nánari samvinnu og sameiningu í opinberri þjónustu. En þá þyrfti verkaskipting ríkis og sveitarfélaga að vera skýr þegar til lengri tíma er litið. Aukin samvinna á meðal byggðarlaga innan svæða á landsbyggðinni væri því hagur og gæti stuðlað að því að þau nái sem mestu út úr byggðastefnu Evrópusambandsins í formi styrkja. Það er þó ekki einungis hægt að horfa til peninga í þessu sambandi því að aukin samvinna svæða leiðir líka til aukinnar hagræðingar á ýmsum sviðum samfélagsins fyrir staðina og gerir það að verkum að fólk vill halda áfram að búa á svæðinu.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2062
Samþykkt: 
  • 1.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - lokaskil til prentunar.pdf1.31 MBLokaður til...01.07.2062HeildartextiPDF