is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12697

Titill: 
 • Háskólinn sem virkt og skapandi samfélag
 • Titill er á ensku The University as an active and creative community
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sett fram hugmynd um virkt og skapandi samfélag. Hugmyndin á sér sterkar rætur í pragmatisma Johns Dewey og hugmynda hans um samfélag rannsakenda. Einnig er stuðst við kerfalíkan skapandi ferla Csikszentmihalyis en þar lýsir hann sköpun sem samspili einstaklings og samfélags.
  Því er haldið fram að háskólinn standi frammi fyrir ákveðnum vanda sem hugsanlega heftir hann í því að vera vígi virkrar og skapandi hugsunar. Fjallað er um þekkingu sem verður til í háskólum sem menningarafurð og þess vegna ætti að huga því hvernig slíkar afurðir verða til og á hvaða forsendum. Í lokin eru settar fram tillögur um hvernig háskólinn getur nýtt sér hugmyndina um virkt og skapandi samfélag.
  Helstu tillögur í stuttu máli eru eftirfarandi og byggja á pragmatískum viðhorfum til þekkingar og hugmyndinni um virkt og skapandi samfélag.
   Hugsa ætti um íslenska háskólasamfélagið sem eina heild og að stofnanir innan þess myndi þétt þekkingarnet virkra og skapandi samfélaga.
   Stefnumótun stofnana ætti að endurspegla þátttöku þeirra í þekkingarneti íslenska háskólasamfélagsins. Hún ætti að lýsa stofnuninni sem virku og skapandi samfélagi ásamt því að auka flæði og rými til samstarfs innan stofnunar sem utan. Ekki ætti að skilgreina háskóla sem þjónustustofnanir og tala frekar um þá sem samfélög sem bjóða upp á virka þekkingarsköpun.
   Rannsóknir ættu í meira mæli að vera framkvæmdar með þátttöku þvert á stofnanir ekki síður en að vera þverfaglegar. Rannsóknaniðurstöður ættu að birtast í opnum aðgangi.
   Nám ætti að byggjast á sjálfræði og sjálfstæði nemenda til að velja viðfangsefni sín og fræðilega nálgun. Kennslan ætti að yfirgefa aðferðir raunhyggjunnar og taka mið af pragmatískum leiðum í þekkingarsköpun. Hugsa ætti um nám sem reynsluferli og þjálfun í agaðri hugsun og vinnulagi. Reynsluferlið ætti að mynda tengingu á milli fræða og raunverulegra verkefna sem unnin eru í samvinnu við fyrirtæki, stofnanir og samfélagið í heild.
   Gæðastarf í virku og skapandi samfélagi ætti að vera samofið þeim reynsluferlum sem nemendur og kennarar fara í gegnum í námi, kennslu og við rannsóknir.
   Koma ætti á tilraunastarfi milli háskóla til að þróa kennsluhætti og samstarf í anda hugmyndar um virkt og skapandi samfélag.
   Efla þarf notkun upplýsingatækni í háskólakennslu og ýta undir möguleika á virku og skapandi samstarfi nemenda og kennara milli háskóla og landa.

Samþykkt: 
 • 1.8.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF_LOKASKIL_2_Signý Óskarsdóttir.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna