Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12701
Þegar talað er um lagasetningarvald dómstóla halda flestir að um rökvillu sé að ræða, hér sé jú þrískipting valdsins við lýði og dómstólarnir eigi því ekki að vera að vasast í lagasetningu sem er á verksviði löggjafans. Skiptar skoðanir hafa verið um efnið hjá fræðimönnum og sitt sýnist hverjum. Í ritgerðinni er farið yfir dómstólana, hlutverk þeirra og sjálfstæði, réttarheimildirnar, með sérstaka áherslu á fordæmi og svo lagasetningu. Einnig er auðgunarbrotakafli almennra hegningarlaga sérstaklega skoðaður og dómar sem fallið hafa vegna brot á honum skoðaðir með tilliti til andlags þeirra. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvort dómstólar setji lög með því að breyta merkingu lagaákvæða í dómsniðurstöðum sínum og hvort dómstólar hafi í tilfelli auðgunarbrota breytt andlagi þeirra í takt við tímann og breytta viðskiptahætti
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Svanhildur_Masdottir_MLskil.pdf | 504,74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |